07.01.2013 08:16

Nokkuð tjón þegar Fríða Dagmar ÍS 103 rak á land


                  2817. Fríða Dagmar ÍS 103, í höfn á Bolungavík © mynd bb.is

Báturinn Fríða Dagmar ÍS-103 skemmdist í óveðrinu sem geisaði á Vestfjörðum um áramótin. Slitnaði báturinn frá bryggju og rak upp í fjöru í aftakaveðri í Bolungarvík.

„Þegar við skoðuðum bátinn um nóttina var í lagi með hann. Vindur var stöðugur upp á 43-45 metra og fór í 65 metra á sekúndu í verstu hviðunum.

Svo þegar farið var að skoða hann hálfsjö um morguninn hafði hann rekið upp í fjöruna og lá við grjótkant. Við það skemmdist botninn á bátnum auk þess sem rör bognuðu,“ segir Sigurgeir Þórarinsson skipstjóri.

Texti: mbl.is

Mynd: bb.is