Heimaey VE er að landa fyrsta loðnufarmi ársins á Þórshöfn, að því er segir í frétt á vef Eyjafrétta.
Samkvæmt upplýsingum sem fengust hjá Vigni Svafarssyni, vélstjóra um borð, er farmurinn 700 tonn af stórri og fallegri loðnu sem fékkst öll í einu hali.
Fjöldi skipa er nú á loðnumiðunum norð austur af Langanesi, samkvæmt upplýsingum frá Landhelgisgæslunni.

