05.01.2013 08:58
Varðskip rákust á önnur skip í höfninni
Þór og Sæbjörg í Reykjavíkurhöfn. Árekstur varð þegar Þór yfirgaf höfnina síðastliðið sumar.
mbl.is/Styrmir Kári
"Ég myndi kalla þetta nudd en það var ekkert tjón sem hægt er að tala um," segir Ásgrímur L. Ásgrímsson, framkvæmdastjóri aðgerðasviðs Landhelgisgæslunnar.
Hann varð vitni að óhappi sem varð þegar unnið var að brottför varðskipsins Þórs út úr Reykjavíkurhöfn í júlí í sumar en skipið lá samhliða varðskipunum Tý og Ægi í höfninni. Ægir rakst á bóg skólaskipsins Sæbjargar og Týr lenti aftan til á stjórnborðssíðu sjómælingabátsins Baldurs.
"Þetta var sáralítið tjón. Það þurfti ekkert að gera við Sæbjörgu og eitthvað mjög lítið að gera við Baldur. Þór fór strax í eftirlit enda urðu engar skemmdir á honum frekar en Ægi eða Tý."
Þrátt fyrir að skemmdir hafi verið smávægilegar er Landhelgisgæslunni skylt að tilkynna atvikið til Rannsóknarnefndar sjóslysa, sem hefur nú gert skýrslu um málið en telur ekki tilefni til frekari