05.01.2013 06:40
Næstsíðasta veiðiferðin fyrir Ögurvík
mbl.is
Togarinn Freri RE hélt úr höfn í Reykjavík í gær. Sem kunnugt er ákvað útgerðarfélagið Ögurvík að segja upp sjómönnum og selja skipið eftir að veiðigjaldið var lagt á.
Ætlunin er að halda áfram útgerð togarans Vigra RE.
"Við erum með Frera á sölu en ekki búnir að fá kaupanda," sagði Hjörtur Gíslason, stjórnarformaður Ögurvíkur. Spurt hefur verið um skipið bæði hér innanlands og að utan. Tæknimenn frá mögulegum kaupanda erlendis komu til að skoða togarann. Freri verður gerður út þar til í mars nk. og fer í tvær veiðiferðir á þessu ári. Sú fyrri hófst í gær.
Skrifað af Emil Páli

