03.01.2013 21:15
Ambassador 100 manna ferja við Eyjafjörð
Stofnað var í dag nýtt fyrirtæki á Akureyri sem ætlað er að gera út ferju til hvalaskoðunar- og útsýnisferða um Eyjafjörð næsta sumar en gert er ráð fyrir að ferjan geti flutt eitt hundrað farþega.
Fram kemur á vef sjónvarpsstöðvarinnar N4 á Akureyri að skipstjóri ferjunnar verði Bjarni Bjarnason, fyrrverandi skipstjóri á Súlunni EA, en hann sé ennfremur aðaleigandi skipsins ásamt bílaleigunni Höldi.
![]() |
| 2848. Ambassador, sem keypt var frá Svíþjóð í síðasta mánuði og kom til Reykjavíkur fyrir jól © mynd MarineTraffic, Henrik Gillzzaoui |
Skrifað af Emil Páli

