03.01.2013 12:00

Hólmsteinn GK 20 fyrir allar breytingar og svo eftir að hafa verið bjargað þegar hann sökk

Á fyrstu myndinni sjáum við bátinn eins og hann leit áður en skipt var um stýrishús á honum og settur á hann hvalbakur. Á næstu tveimur sýnir það bátinn heftir að hafa verið bjargað á flot í Sandgerðishöfn þar sem hann var keyrður niður. Þeir sem stóðu að björguninni voru Köfunarþjónusta Sigurðar Stefánssonar, Slökkvilið Sandgerðis o.fl.


             573. Hólmsteinn GK 20 við bryggju í Sandgerði, fyrir breytingar, sem voru m.a. þær að skipt var um stýrishús og settur á bátinn hvalbakur © mynd Emil Páll




              573. Hólmsteinn GK 20, kominn á flot að nýju í Sandgerðishöfn, eftir að báturinn sem sést einnig á efri myndinni, 2395. Ásdís GK 218, sigldi hann niður © myndir Emil Páll, 17. okt. 2009 - í Framhaldi af þessu var báturinn fluttur út á Garðskaga til varðveislu og þar er hann í dag