29.12.2012 14:00

Titika strandaði í Keflavík

Hér er smávegis fjallað um strand Gríska skipsins Títika í Keflavíkurhöfn, en um er að ræða vöruflutningaskip sem áður var farþegaskip og var í sinni fyrstu ferð undir þessu nafni og þá sem vöruflutningaskip. Gerðist þetta 1955, en skipið var smíðað í Bandaríkjunum 1929.




               Titika strandað fyrir neðan gömlu Fiskiðjuna © myndir í eigu Emils Páls

Skipið kom til Keflavíkur til að taka skreið og keyptu heimamenn úr Keflavík og Njarðvík skipið á strandstað á 60-70 þúsund krónur og náðu því út 24. apríl 1956. Gert var við það til bráðabirgð og það síðan dregið til Hollands og selt til niðurrifs. Var ferðin notuð til að flytja út kopar og aðra málma í tunnum til sölu erlendis, sem eigendur flaksins höfðu safnað saman. Með þeim varningi náðist hagnaður af dæminu, sem annars stóð á sléttu.
Ástæður fyrir strandinu var að vél skipsins bilaði er það var að fara frá hafnargarðinum í Keflavík og rak það upp í kletta fyrir neðan Fiskiðjuna 1. nóv. 1955. Var það síðan komið til niðurrifs 25. júlí 1956.
Skip þetta var gert út frá USA frá 1929 til 1947, undir nöfnunum W.B. Foshey, Northland og FS-81, en þá var það selt til Noregs það sem það fékk nafnið Óttar Jarl og 1955 var það sem sé selt til Grikklands með heimahöfn í Porto Rico í Mið-Afríku og var í sinni fyrstu ferð undir nafninu Títika.