28.12.2012 08:21

Hæsta þorskverð ársins

mbl.is. í morgun:

Óvenjulítill afli barst á land í gær enda skip flest í höfn vegna jóla. stækkaÓvenjulítill afli barst á land í gær enda skip flest í höfn vegna jóla. mbl.is/ÞÖK

„Það er mjög hátt verð í dag,“ sagði Eyjólfur Þór Guðlaugsson, framkvæmdastjóri Reiknistofu fiskmarkaða (www.rsf.is), að loknu fiskuppboði gærdagsins.

Mjög gott verð fékkst fyrir þorsk og ýsu á uppboði fiskmarkaðanna. Verðið í gær á hverju þorskkílói var næstum 200 krónum yfir meðalverði mánaðarins og var það hæsta sem fengist hefur fyrir þorsk á þessu ári.

Tæplega 21 tonn af fiski seldist á mörkuðunum í gær, sem þykir mjög lítið. Óslægður þorskur seldist að meðaltali á 464 kr. kílóið og voru rúm átta tonn í boði. Slægður þorskur seldist á 449 kr/kg og voru rúmlega 5,2 tonn í boði á uppboði. Til samanburðar má geta þess að meðalverð á óslægðum þorski í desember var 282 kr/kg og á slægðum þorski 286 kr/kg.