28.12.2012 00:00
Valur / Vesturland / Frendo Hvalsnes ex Hvalsnes og síðan sagan um Álfsnes
Útgerðarfélag sem áður hafði verið í bátaútgerð suður með sjó ákvað að fara í útgerð flutningaskipa og keypti tvö lítil, nánast eins flutningaskip og gáfu þeim nöfnin Hvalsnes og Álfsnes og voru bæði með heimahöfn í Njarðvik. Lét útgerðin smíða Hvalsnesið fyrir sig en keypti Álfsnesið notað. Útgerðin stóð stutt yfir, en hér verður rakin saga beggja skipana, en aðeins birtar myndir af öðru eftir að það hafði verið selt innanlands, en þannig fór raunar með bæði skipin.
1341. Valur, í UK © mynd shipspotting, PWR

1341. Valur, í UK © mynd shipspotting, PWR

1341. Vesturland, í UK © mynd shipspotting, PWR

1341. Vesturland ex Hvalsnes, í höfn í Keflavík © mynd Emil Páll
1341 hafði smíðanúmer 25 hjá Fiskerstrand Verft A/S í Fiskarstrand Noregi 1973. Skráð í Noregi 18. mars 1991, og hélt nafninu Valur, en eigendur voru í raun íslenskir. Skipið sökk í höfninni Vyborg í Rússlandi 22. okt. 1992.
Nafninu Frendo- var bætt framan við Hvalsnes er það hóf leigusiglingar erlendis á vegum Odd Fjell, Noregi sem rak þá og gerir kannski enn Frendo skipahringinn.
Sem Vesturland var skipið fyrsta flutningaskipið sem kom til Sandgerðis og það gerðist 28. sept. 1977.
Nöfn: Hvalsnes, Frendo-Hvalsnes, aftur Hvalsnes, Vesturland og Valur.

1341. Vesturland ex Hvalsnes, í Keflavík © mynd Emil Páll

1341. Frendo - Hvalsnes, í UK © mynd shipspotting PWR
- o -
Saga 1479. Álfsnes er svohljóðandi: Smíðanr. 515 hjá Batservice Verft A/S í Mandal í Noregi 1965. Skipið var selt á nauðungaruppboði er það hét Austri til þess norska aðila sem átti það fyrst 6. okt. 1977. Frá því að skipið fékk nafnið Fonntind 1979 er ekkert vitað um það.
Skipið fékk nafnið Frendo-Simby, er það var leigt Frendo skipahringnum eins og var með Hvalsnesið.
Nöfn: Lutro, Bergo, Álfsnes, Frendo-Simby, Austri, Öksöy og Fonntind.
.
1341. Valur, í UK © mynd shipspotting, PWR

1341. Valur, í UK © mynd shipspotting, PWR

1341. Vesturland, í UK © mynd shipspotting, PWR
1341. Vesturland ex Hvalsnes, í höfn í Keflavík © mynd Emil Páll
1341 hafði smíðanúmer 25 hjá Fiskerstrand Verft A/S í Fiskarstrand Noregi 1973. Skráð í Noregi 18. mars 1991, og hélt nafninu Valur, en eigendur voru í raun íslenskir. Skipið sökk í höfninni Vyborg í Rússlandi 22. okt. 1992.
Nafninu Frendo- var bætt framan við Hvalsnes er það hóf leigusiglingar erlendis á vegum Odd Fjell, Noregi sem rak þá og gerir kannski enn Frendo skipahringinn.
Sem Vesturland var skipið fyrsta flutningaskipið sem kom til Sandgerðis og það gerðist 28. sept. 1977.
Nöfn: Hvalsnes, Frendo-Hvalsnes, aftur Hvalsnes, Vesturland og Valur.
1341. Vesturland ex Hvalsnes, í Keflavík © mynd Emil Páll

1341. Frendo - Hvalsnes, í UK © mynd shipspotting PWR
- o -
Saga 1479. Álfsnes er svohljóðandi: Smíðanr. 515 hjá Batservice Verft A/S í Mandal í Noregi 1965. Skipið var selt á nauðungaruppboði er það hét Austri til þess norska aðila sem átti það fyrst 6. okt. 1977. Frá því að skipið fékk nafnið Fonntind 1979 er ekkert vitað um það.
Skipið fékk nafnið Frendo-Simby, er það var leigt Frendo skipahringnum eins og var með Hvalsnesið.
Nöfn: Lutro, Bergo, Álfsnes, Frendo-Simby, Austri, Öksöy og Fonntind.
.
Skrifað af Emil Páli
