24.12.2012 12:00
Jólahátíðin
Í tilefni af jólahátíðinni, geri ég nú smá hlé a.m.k. fram á morgundaginn, en fullur kraftur kemur ekki aftur fyrr en á 3. í jólum. Hér birti ég þó smá jólasyrpu sem er skipt niður í nokkra flokka.
Gulli heitinn Karls, á Voninni KE 2
Hef ég leikinn með því að minnast míns gamla vinar, hans Gulla á Voninni, eða Gunnlaugs Karlssonar eins og hann hét fullu nafni, en milli okkar var alltaf ákveðinn kærleikur. Það er því tilvalið að birta hér tvær myndir af stórri mynd sem hann hafði á húsi sínu og kveikti á um jólin.

Svona leit myndin út að degi til

Þegar fór að rökkva var hún svona © myndir Emil Páll
Húsavík


© Þessar myndir tók Svafar Gestsson á Húsavík, 28. des. 2011
Baldur KE 97

311. Baldur KE 97, í Grófinni © mynd Emil Páll, 2008
Jólakveðja
Sendi öllum lesendum síðunnar og sérstaklega þeim sem hafa aðstoðað mig með ýmsum hætti eða átt samskipti við mig varðandi síðuna
Bestu jólakveðjur
Kær kveðja
Emil Páll
----
Að gefnu tilefni bendi ég þeim á sem vilja hafa samband við mig eða koma með einhverjar ábendingar á síðuna, að senda mér póst á epj@epj.is eða á Facebook.
