19.12.2012 22:00
Gunnar Hámundarson GK 357

500. Gunnar Hámundarson GK 357, í Keflavíkurhöfn, © mynd Emil Páll, 2008. Bátur þessi hefur alltaf borið sama nafn og númer, eða frá því að hann var smíðaður í Njarðvík árið 1954. Hefur hann undanfarin ár verið við bryggju ýmist í Keflavík eða Njarðvik, þar sem hann er nú. Einu breytingarnar sem gerðar hafa verið á honum frá upphafi eru að skipt var um stýrishús og settur á hann hvalbakur.
Skrifað af Emil Páli
