19.12.2012 17:00
Binni í Gröf KE 127

419. Binni í Gröf KE 127, að koma inn til Keflavíkur © mynd Emil Páll, um 1980. Bátur þessi var áður þekkt aflaskip Fram GK 328 og eftir þetta nafn sem hann ber hér á myndinni var hann seldur vestur á firði þar sem hann var fékk nafnið Nonni ÍS og fljótlega ónýttur, til að nota rúmmetrana upp í nýtt skip, samkvæmt þáverandi reglum
Af Facebook:
-
Ragnar Rúnar Þorgeirsson Er hugsanlegt að þetta sé Fram sem ég fór á mína fyrstu vertíð í kringum 1967. Hann er allavega mjög líkur honum. Jón Eðvaldsson var skipstjóri þá. Hann drukknaði við krísuvíkurberg þegar trilla sökk undan honum. Blessuð sé minning hans. Þetta var góður kall. Fram var frá Hafnarfirði.
Emil Páll Jónsson Já Ragnar, lesa það sem stendur um bátinn, Þetta er gamli Fram GK 328 eins og stendur í textanum með myndinni.
Skrifað af Emil Páli
