19.12.2012 00:00
Sæfari GK 89
Í morgun var tekin út úr húsi hjá Bláfelli, á Ásbrú Sæfari GK 89, sem er nýr bátur af gerðinni Sómi 870. Þar sem þar með er lokið smíði og frágangi tækja varðandi bátinn, er nú aðeins beðið eftir úttekt Siglingastofnunar og eftir að þeir gefa grænt ljós verður báturinn sjósettur, hvort sem það verður í Grindavík sem er heimahöfn hans eða í Grófinni.
Hér er syrpa sem ég tók í morgun af bátum er hann var dreginn út úr húsi Bláfells.










2819. Sæfari GK 89, í morgun © myndir Emil Páll, 18. des. 2012. Maðurinn í kuldajakkanum sem sést á fimm myndanna, ýmist með pípu eða án, er Elías Ingimarsson, forráðamaður Bláfells.
