18.12.2012 00:00
Tveir bátar út, tveir inn og einn stendur enn úti - hjá Sólplasti, Sandgerði
Eins og ég hef áður sagt frá hér á síðunni voru bátar teknir úr húsi og aðrir færðir inn hjá Sólplasti í Sandgerði sl. föstudag. Raunar var það þannig að Guðrún Petrína GK 107 var tekin út og sjósett, þá var Kópur GK 158 líka tekinn út. Í staðinn fengu Röðull ÍS 115 og Sella GK 225, pláss innandyra en sá sem síðast koma á athafnarsvæðið Litli Nebbi SU 29 var færður til og stendur eitthvað úti.
Hér kemur mikil myndasyrpa af öllum þessum bátum nema Röðli sem farið hefur fram hjá ljósmyndaranum, enda mikil hreyfing á bátunum, auk þess sem einum þeirra var fylgt til sjávar.
2256. Guðrún Petrína GK 107



2256. Guðrún Petrína GK 107, tekin út úr húsi hjá Sólplasti


Báturinn kominn út

Hér er hafin ferðin til sjávar

Hér er bátnum lyft í átt til sjávar á hafnargarðinum í Sandgerði








Þá er að slaka bátnum niður í sjóinn




2256. Guðrún Petrína GK 107, að sjósetningu lokinni
6708. Kópur GK 158

6708. Kópur GK 158, tilbúinn til að fara út úr húsi

Báturinn kominn út
2805. Sella GK 225

2805. Sella GK 225, á leið í átt að húsinu, sem hann verður í á meðan breytingarnar fara fram. Á þessari mynd sjáum við einnig 2517. Röðul ÍS 115, sem fór einnig inn, en þetta er eina myndin af honum, sem tekin var við þetta tækifæri



Báturinn á leið inn í húsið

Sella, komin vel á leið inn
6560. Litli Nebbi SU 29


6560. Litli Nebbi var færður til og síðan komið fyrir á stað sem hann mun verma eitthvað
© myndir Jónas Jónsson, 14. des. 2012
