15.12.2012 20:10

Fengu hámeri í veiðarfærin

Þeir á Sægrími GK 525, fengu hámeri í veiðarfærin er þeir voru staddir út af Arnarfirði. Sjáum við hér dýrið ásamt þeim Þorgrími Ómari Tavsen, stýrimanni á bátnum og Friðrik Steingrímssyni, útgerðarmanni og vélstjóra á 288. Jökli SK 16, sem nú er vélstjóri á Sægrími.


              Hér er Þorgrímur Ómar Tavsen að skoða tennurnar á Hámerinni og fylgist Friðrik Steingrímsson með © mynd Arek, kokkur


                 Friðrik Steingrímsson, skoðar skoltinn á dýrinu © mynd Þorgrímur Ómar Tavsen


                Það fer vel á með þeim Þorgrími Ómari Tavsen og Hámerinni.... © mynd Arek, kokkur


                 Hámerin sem þeir á  Sægrími GK 525, fengu  í veiðarfærin er þeir voru staddir út af Arnarfirði. Sjáum við hér dýrið ásamt þeim Þorgrími Ómari Tavsen, stýrimanni á bátnum og Friðrik Steingrímssyni, útgerðarmanni og vélstjóra á 288. Jökli SK 16, sem nú er vélstjóri á Sægrími © myndirnar tóku í dag 15. des. 2012, þeir Þorgrímur Ómar og Arek, en nánar kemur það fram undir hverri mynd fyrir sig.