14.12.2012 23:22

Báturinn Kári losnaði af strandstað í morgun

                1761. Kári AK 33, í fjörunni fyrir neðan slippinn í dag, þar sem botninn var skoðaður © mynd Jón Páll Ásgeirsson
 
Báturinn Kári AK, sem strandaði við Hvammsvík í Hvalfirði upp úr klukkan sex í gærkvöldi, losnaði af strandstað laust fyrir klukkan sex í morgun.

Bátnum nú siglt fyrir eign vélarafli áleiðis til Reykjavíkur í fylgd björgunarskips Landsbjargar, sem ætlaði að draga hann á flot á háflóðinu í morgunsárið.

Tveir menn vrou um borð þegar báturinn strandaði og sakaði þá ekki. Björgunarskip reyndi að ná bátnum á flot á flóðinu í gærkvöldi, en það tókst ekki. Kári er 12 tonna stálbátur og er notaður sem þjónusutbátur við kræklingaeldi í Hvalfirði.
 
Af Facebook:
 
Tómas J. Knútsson mér finnst hann líkur honum Tuma sem við notuðum í fiskeldinu forðum daga
 
Emil Páll Jónsson Þetta er þó ekki hann, því Tumi fór til Færeyja héðan. Þessi var gerður út frá Sandgerði um tíma sem Kári GK.
 
Sigurbrandur Jakobsson Er ekki þessi úr Stálvík
Emil Páll Jónsson Jú Sigurbrandur, hann var smíðaður í Stálvík