14.12.2012 23:22
Báturinn Kári losnaði af strandstað í morgun
![]() |
| 1761. Kári AK 33, í fjörunni fyrir neðan slippinn í dag, þar sem botninn var skoðaður © mynd Jón Páll Ásgeirsson |
Báturinn Kári AK, sem strandaði við Hvammsvík í Hvalfirði upp úr klukkan sex í gærkvöldi, losnaði af strandstað laust fyrir klukkan sex í morgun.
Bátnum nú siglt fyrir eign vélarafli áleiðis til Reykjavíkur í fylgd björgunarskips Landsbjargar, sem ætlaði að draga hann á flot á háflóðinu í morgunsárið.
Tveir menn vrou um borð þegar báturinn strandaði og sakaði þá ekki. Björgunarskip reyndi að ná bátnum á flot á flóðinu í gærkvöldi, en það tókst ekki. Kári er 12 tonna stálbátur og er notaður sem þjónusutbátur við kræklingaeldi í Hvalfirði.
Bátnum nú siglt fyrir eign vélarafli áleiðis til Reykjavíkur í fylgd björgunarskips Landsbjargar, sem ætlaði að draga hann á flot á háflóðinu í morgunsárið.
Tveir menn vrou um borð þegar báturinn strandaði og sakaði þá ekki. Björgunarskip reyndi að ná bátnum á flot á flóðinu í gærkvöldi, en það tókst ekki. Kári er 12 tonna stálbátur og er notaður sem þjónusutbátur við kræklingaeldi í Hvalfirði.
Af Facebook:
Emil Páll Jónsson Þetta er þó ekki hann, því Tumi fór til Færeyja héðan. Þessi var gerður út frá Sandgerði um tíma sem Kári GK.
Skrifað af Emil Páli

