11.12.2012 14:24

Hákon og Kristín út af Helguvík

Á þeim tímapunkti er Kristín ÞH 157 sigldi inn Stakksfjörðinn og var á móts við Helguvík kom þaðan út Hákon EA 148. Tók ég nokkrar myndir af bátunum, bæði þar sem þeir sjást báðir og eins af þeim hvorum í sínu lagi.

Eins og áður kom fram áðan var Kristín á leið í Njarðvíkurslipp, en Hákon sem hefur verið að frysta úti á Stakksfirði undanfarna daga var að losa við úrganginn í Helguvík.

 

                    2407. Hákon EA 148 siglir út frá Helguvík, núna áðan


                2407. Hákon EA 148 beygir aftur fyrir 972. Kristínu ÞH 157

                  

  

                 Hér er Hákon kominn með stefnu aftur fyrir Kristínu

 
 

                972. Kristín ÞH 157. siglir inn Stakksfjörðinn með stefnu á Njarðvik © myndir Emil Páll, 11. des. 2012