05.12.2012 23:28

Svafar Gestsson skellir sér í viking á Bommelbas

Á föstudag heldur vinur síðunnar Svafar Gestsson á stað til að hefja störf um borð í Bommelbas, sem er skipið sem hann hefur nú ráðið sig á og sænskir aðilar eru nýbúnir að kaupa og þar verður hann yfirvélstjóri. Að sögn Svafars mun hann vera að vinna um borð til 19. þarna í Haugesund en fæ þá smá jólaleyfi en síðan er meiningin að sigla til Gautaborgar eftir áramót og vinna við breytingar fyrir veiðar í hlýrri sjó en er hér á norðurhjaranum. Sigla þeir sennilega til Morocco undir mánaðamót jan-feb


                 Bommelbas, hét áður Havglans og var norskt. Skip þetta var byggt 1978 og er 60 metra langt og 10 metra breitt. © mynd MarineTraffic, Hugo Loftre