28.11.2012 19:32
Humar veiðist í Ísafjarðardjúpi
bb.is:
![]() |
Humar © mynd bb.is |
„Þetta mun vera í fyrsta sinn sem humar veiðist svona norðanlega,“ segir Haraldur Konráðsson, skipstjóri á Val ÍS sem veiddi humar í rækjuvörpu í Ísafjarðardjúpi á mánudag. Verður það að teljast til tíðinda, að því gefnu að hann hafi ekki borist með óeðlilegum hætti í Djúpið. Vitað er að í tvö skipti hefur humri verið sleppt í Djúpinu, fyrir um fimmtíu árum síðan og fyrir u.þ.b. fimmtán árum. Sá humar sem nú veiddist kom í vörpu við rækjuveiðar fram undan innanverðri Óshlíð. Humarinn var 28 cm á lengd og vó 106 gr.
Haraldur segir að skipverjarnir hafi ekki borðað humarinn, heldur hafi Hjalti Karlsson, útibússtjóri Hafrannsóknastofnunar á Ísafirði, tekið hann til varðveislu. „Hann verður stoppaður upp og settur í glerskáp,“ segir Haraldur.

