28.11.2012 19:37

190 tonn af rækju komin á land úr Arnarfirði

bb.is:

                                    Rækja © mynd bb.is

Ríflega 190 tonn af 450 tonna rækjukvóta sem leyft er að veiða í Arnarfirði á yfirstandandi fiskveiði ári er kominn á land. Fjórir bátar eru þar að veiðum, Andri BA, Ýmir BA og Brynjar BA sem allir eru gerðir út frá Bíldudal. Þá hefur Egill ÍS einnig verið að veiðum í Arnarfirði. Hann landar á Þingeyri en aflinn er unninn hjá Kampa á Ísafirði. Þrír bátar hafa stundað rækjuveiðar í Ísafjarðardjúpi í haust, Matthías SH, Gunnvör ÍS og Valur ÍS. Fjórði báturinn, Aldan ÍS, hefur veiðar um helgina.