26.11.2012 11:53
Kanna strandstað í dag
mbl.is:
Bátur fer í dag á vegum tryggingafélags og útgerðar fiskibátsins Jónínu Brynju á strandstað norðan við Straumnesvita. Tilgangurinn er að kanna aðstæður og hvort möguleiki sé á að draga bátinn út eða bjarga einhverjum tækjum úr honum, samkvæmt upplýsingum frá útgerðinni.
Annar bátur verður sendur á staðinn, ef líkur eru taldar á að hægt verði að draga bátinn af strandstað.
Báturinn er glænýr og er verðmæti hans og tækja talið vera um 130 milljónir kr. Tveir menn sem voru á bátnum komust upp í fjöru og voru hífðir upp í björgunarþyrlu Landhelgisgæslunnar.
Lögreglan á Vestfjörðum fer með rannsókn á tildrögum slyssins.

