25.11.2012 21:53

Búið að sækja mennina

mbl.is:

 

 

 

Þyrluáhöfn Landhelgisgæslunnar sem fór á vettvang í kvöld. Aðstæður voru mjög erfiðar og samkvæmt upplýsingum ... stækka

Þyrluáhöfn Landhelgisgæslunnar sem fór á vettvang í kvöld. Aðstæður voru mjög erfiðar og samkvæmt upplýsingum mbl.is vann áhöfnin þrekvirki á strandstað. mynd/Halldór Sveinbjörnsson

Mennirnir tveir sem voru um borð í bát sem strandaði við Straumnes í kvöld eru nú komnir um borð í þyrlu Landhelgisgæslunnar og verða þeir væntanlega fluttir til Ísafjarðar að sögn Gæslunnar. Líkt og fram hefur komið eru mennirnir heilir á húfi.

Björgunarskip SL, Gunnar Friðriksson, var  á svæðinu auk harðbotna slöngubáts frá Bolungarvík og til taks ef þörf hefði verið á.

Útgerðarfélagið Jakob Valgeir ehf. í Bolungarvík fékk nú á dögunum bátinn afhentan nýjan frá bátasmiðjunni Trefjum í Hafnarfirði. Að útgerðinni stendur Jakob Valgeir Flosason.

Báturinn heitir Jónína Brynja ÍS 55 og er 15 brúttótonn og er í krókaaflamarkskerfinu. Hann átti að leysa af hólmi aflabátinn Guðmund Einarsson ÍS sem er af gerðinni Cleopatra 38.