25.11.2012 00:00

Venni GK 606, tekin í hús til endurbóta

Þó hér sé um nánast nýjan bát að ræða, framleiddum hjá Bláfelli á Ásbrú, var hann í vikunni tekinn inn í hús hjá Bláfelli til ákveðinna endurbóta. Skipt verður um vél í bátnum, þar sem sú fyrri var ekki ný, auk þess sem nýjar undirstöður verða settar undir vélina.
Bátur þessi bar nafnið Korri KÓ 8 þegar hann var sjósettur í Grófinni fyrir um einu ári síðan, en fór þó aldrei í róður með undir því nafni og var því seldur og fékk þá núverandi nafni.

Hér kemur myndasyrpa sem ég tók af bátnum þegar hann var tekinn inn í hús hjá Bláfelli og sjáum við að auki myndir af honum utandyra og eins eftir að komið var inn í húsið.


                      2818. Venni GK 606, kominn að húsi Bláfells á Ásbrú


                                                   Ferðin inn í hús Bláfells hafin






                                                  Hér er hann kominn að hurðinni






                   Ljóst er að einhverjar forfæringar þarf að gera svo hann komist inn


                      Hér er Venni GK 606, kominn inn á gólf hjá Bláfelli © myndir Emil Páll, 21, nóv. 2011