24.11.2012 14:38
Hnúfubakur lenti í skrúfu Herjólfs
mbl.is:
Sex skurðir eru á skrokki hnúfubaksins sem þýðir að skrúfan hefur farið hálfan annan hring utan í hvalnum. mbl.is/Sigmar Jónsson„Hér á landi man ég ekki eftir svona skýru dæmi,“ segir Gísli Víkingsson, líffræðingur, spurður að því hvort algengt væri að hvalir dræpust í skipskrúfum, en hnúfubakur fannst á föstudag fyrir viku í Bakkafjöru og þykir víst að hann hafi lent í skrúfu Herjólfs nokkru áður.
„Einhver dæmi þar sem menn ályktuðu að það væri hugsanlegt, en ég man ekki eftir fleiri dæmum. Þetta er samt þekkt vandamál úti í heimi þar sem skipaumferð er mikil. Kannski mest við austurströnd Bandaríkjanna þar sem leifarnar af sléttbaksstofninum eru í verulegri útrýmingarhættu og þetta talin ein stærsta dauðaorsökin,“ segir Gísli.
„Það er kannski ekki alveg hægt að negla það 100% að ég hafi gert þetta og hann fannst þremur dögum seinna,“ segir Guðlaugur Ólafsson, skipstjóri Herjólfs
