22.11.2012 06:46
Óvíst um erlend verkefni varðskipa
mbl.is
Ekkert er í hendi með verkefni fyrir íslensku varðskipin erlendis á næsta ári. Í ár hefur Landhelgisgæslan haft talsverðar tekjur af verkefnum tengdum landamæraeftirliti og veiðieftirliti.
Á næstunni verða varðskip ekki stöðugt á sjó, en varðskip verður þó alltaf til taks.
Í umfjöllun um þetta mál í Morgunblaðinu í dag segir, að horfur séu á að flugvélin TF-SIF verði í um þrjá mánuði í erlendum verkefnum á næsta ári.
Skrifað af Emil Páli


