21.11.2012 22:45

Minni sýking í síldinni - megnið til manneldis

Visir.is

 
 
Jón Már Jónsson, yfirmaður landvinnslu hjá Síldarvinnslunni í Neskaupstað.
Jón Már Jónsson, yfirmaður landvinnslu hjá Síldarvinnslunni í Neskaupstað. Mynd/Friðrik Þór Halldórsson.
 
Dregið hefur úr sýkingu íslensku síldarinnar, sem veiðst hefur undanfarnar vikur á Breiðafirði, og fer megnið af henni nú til manneldis. Síldarvinnslan er langstærsta fyrirtæki Norðfirðinga, með 220 manns í vinnu, og hér er eitt af skipum félagsins, Beitir, komið að bryggju með síld úr Breiðafirði.

Í viðtali í fréttum Stöðvar 2 við Jón Má Jónsson, yfirmann landvinnslu hjá Síldarvinnslunni í Neskaupstað, kemur fram að veiðum á Íslandssíldinni sé að ljúka um næstu mánaðamót, og að 95% af síldinni fari til manneldis. Þetta þýðir mikla vinnu við að flaka síldina og heilfrysta en alls starfa sextíu manns í Neskaupstað í landvinnslu uppsjávarfisk til manneldis. Í fiskimjölsverksmiðjunni eru svo 24 starfsmenn.