19.11.2012 00:00

Hilmir ST 1 er hann var rifinn og eins áður auk ágrips af sögu hans

Hér birtist myndasyrpa, þar sem við sögu koma þrír strandamenn sem myndasmiðir. Birtist nú mynd af líkani af bátnum eins og hann leit út áður, síðan mynd sem tekin var af honum stuttu áður en hann var rifinn og svo syrpa af því þegar verið var að rífa bátinn og fyrir neðan fyrstu myndina kemur úrdráttur úr sögu bátsins.


                   Líkan af 565. Hilmi ST 1, í Hólmavík © mynd Árni Þór Baldursson í Odda, í des. 2011


Smíðanúmer 1 hjá Dráttarbraut Keflavíkur hf., Keflavík 1942.

Frá 1942 til 1946, var hann gerður út frá Keflavík sem Hilmir GK 498 og þá seldur til Hólmavíkur þar sem hann var alla tíð þar til yfir lauk undir nafninu Hilmir ST 1

Úreldur 20. maí 1995. Settur á land til varðveislu sem safngripur hjá Byggðasafni Stranda- og Húnavatnssýsla og til þess var stofnað félagið Mummi ehf. Í ágúst 2008 krafðist Sveitarstjórn Strandabyggða að báturinn yrði fjarlægður af Hólmanum á Hólmavík, þar sem varðveisla hans hafði ekki tekist betur en svo að auðveldara væri að byggja nýjan bát en endurbyggja þann gamla, Var hann því rifinn 18. des. 2008.

Nöfn: Hilmir GK 498 og Hilmir ST 1



                565. Hilmir ST 1, bíður örlaga sinna, á Hólmavík © mynd Guðjón H. Arngrímsson, á árinu 2008 - Þessa mynd tók Guðjón fyrir mig á þeim tíma sem ég sá um skipasíðu Þorgeirs Baldurssonar og því birtist hún þar fyrst.


















               565. Hilmir ST 1, þegar honum var fargað á Hólmavík, 18. desember 2008 © myndir Jón Halldórsson, nonni.123.is og holmavik.123.is