18.11.2012 23:00

Bjarni Ólafsson að gera sig kláran fyrir næsta úthald


            2287. Bjarni Ólafsson AK 70, við Skarfabakka í Reykjavík við að gera sig kláran fyrir næsta úthald í veiðum á uppsjávarfiski © mynd Faxagengið, faxire9.123.is 15. nóv. 2012

AF Facebook:
Góðan daginn , við fórum á sjó á laugardagskvöld eftir 2 mánaða legu og var stefnan sett á síldarmiðin inni á Grundafirði,, tókum eitt kast og fengum okkar skammt ásamt því að setja vænan skammt í Ásgrím Halldórsson og fórum báðir í land. Erum á leiðinni á Nes og verðum þar annaðkvöld.