16.11.2012 18:28

Pólfoss óskemmdur

mbl.is

Skoðun kafara leiddi i ljós að skip Eimskips, Pólfoss er óskemmt. stækkaSkoðun kafara leiddi i ljós að skip Eimskips, Pólfoss er óskemmt. Af vef Eimskip


Skip Eimskipafélagsins, Pólfoss er með öllu óskemmt. Þetta staðfestir Ólafur William Hand upplýsingafulltrúi Eimskips. "Það er búið að kafa undir skipið og eins og við bjuggumst við eru ekki skemmdir á því," segir Ólafur og tekur fram að skipið haldi áleiðis til Álasunds um leið og skýrslutökum er lokið.

Pólfoss strandaði strandaði við eyjuna Altra í Norður-Noregi um sexleytið í morgun. Ekki urðu slys á áhöfn og farmurinn, 1800 tonn af frosnum fiski er óskemmdur. Í frétt norska ríkisútvarpsins segir að stýrimaðurinn hafi sofnað við störf sín skömmu fyrir strandið. Ólafur vill ekki staðfesta það. "Miðað við það sem ég hef heyrt frá fólki í Noregi og norskum fjölmiðlum þá lítur út fyrir að hann hafi sofnað um borð því miður. En ég hef ekki fengið það staðfest," segir Ólafur.

Skipið liggur nú við höfn í Sandnessjøen en heldur til Álasunds um leið og skýrslutökum líkur eins og áður segir. Ólafur á von á því að það verði innan sólarhrings.