08.11.2012 12:30
Frá Gunnari Harðarsyni, Namibíu
Gunnar Harðarson, sendi mér þessar myndir og fylgdi með þessi texti: Ég er nýkominn heim til Walvisbay í frí, er búinn að vera um borð í Art Carlson og vorum við að vinna í Miðbaugs Gineiu í mjög sérhæfðu verkefni, við svokallað Well stimulation. Það er verið að dæla cemical blöndu í olíuborholur til að auka afköst þeirra.
Mikill og flókinn dælubúnaður er um borð og dælt á miklum þrýstingi. Tveggja tommu barki og þrýstingur uppi 900 bör,
Sendi þér núna nokkrar myndir: Fyrst er gamla rannsóknarskipið Namibiu M/S Welwitchia smíðað í Japan 1994.
Síðan varðskip Namibiumanna.
Þá 4 myndir frá Morokko er ég var skipstjóri á Quo Vadis og sýna góðar loðningar og innkomu og síðan sæmilegan skaufa I pokanum,
siðan 3 myndir fra Banjul I Gambiu fra siðasta ári. Var ég á skipi sem heitir Morrison Tide en við vorum að leggja 20 kilómetra símakapal á haf út og sýna þær kapalinn á dekkinu og aðstoðarbátinn setja plóginn í hafið.
![]() |
||||||||||||
|
WelWitchia
|
![]() |
||||||
|
|
Skrifað af Emil Páli











