06.11.2012 07:00

Nýr bátur til Bolungarvíkur

bb.is:

                                 2828. Jónína Brynja ÍS 55 © mynd bb.is

Nýr bátur bættist í flota Bolvíkinga um helgina þegar Jónína Brynja ÍS 55 kom til heimahafnar frá Hafnarfirði þar sem báturinn var smíðaður. Báturinn, sem er í eigu Jakobs Valgeirs ehf, er af gerðinni Cleopatra 40B líkt og tveir aðrir bolvískir bátar, Fríða Dagmar ÍS-103 og Hrólfur Einarsson ÍS-155. Jónína Brynja ÍS mun halda til veiða við fyrsta tækifæri en báturinn, sem er fimmtán brúttótonn að stærð, verður gerður út á línu líkt og forverinn Guðmundur Einarsson ÍS.