06.11.2012 09:00

Lúða ÍS 266 og skemmtileg frásögn

Mynd þessa sendi mér Gunnlaugur Gunnlaugsson sem er sonur Gulla sem átti Vonina KE 2. Svo skemmtilega vill til að bátur þessi sem Gunnlaugur á í dag heitir Lúða, eins og bátur sá sem afi hans Karl Eyjólfsson sem kenndur var við Strít og bróðir hans Jón Eyjólfsson, í Garðshorni í Keflavík áttu í gamla daga, en sennilegar er það fyrsti báturinn sem faðir Gunnlaugs,  Gunnlaugur Karlsson eða Gulli á Voninni var formaður á

                   6130. Lúða ÍS 266 © mynd Gunnlaugur Gunnlaugsson