06.11.2012 07:06

Grundarfjörðurinn fullur af síld

visir. í morgun:

Töluvert er af síld við landið, mönnum og svöngum fuglum til mikillar ánægju.
Töluvert er af síld við landið, mönnum og svöngum fuglum til mikillar ánægju. Mynd/ Óskar.
 
Síldveiðar eru byrjaðar af fullum krafti eftir bræluna, og er veiðin nú mun líflegri en fyrir bræluna. Skipstjóri, sem fréttastofan ræddi við í morgun þakkar það því, að sjávarhitinn hafi lækkað um tvær gráður í óveðrinu og þá leiti síldinn í ríkari mæli inn í fjörðinn. Hann sagði að Grundarfjörðurinn hafi verið smekk fullur af síld í gær og öll skip fengið góðan afla. Verið er að vinna úr þeim afla um borð í vinnsluskikpunum, en veiðin sjálf er aðseins stunduð í björtu.