05.11.2012 08:31
Skútur fuku á hliðina
mbl.is:
Tvær skútur Brokeyjar í Gufunesi fóru á hliðina í fárviðrinu og tvær aðrar losnuðu af vögnum sínum. mbl.is/ÓmarAllt lítur út fyrir að milljónatjón hafi orðið á skútum Siglingafélagsins Brokeyjar sem voru í uppsátri í Gufunesi í fárviðrinu á föstudag.
Að sögn Kristjáns S. Sigurgeirssonar, formanns félagsins, fóru tvær skútur á hliðina og tvær aðrar losnuðu af vögnum sínum í veðurofsanum en rúmlega tuttugu bátar eru í uppsátri í Gufunesi. Göt komu á eina skútuna en möstur brotnuðu á tveimur þeirra.
„Eitt mastur á svona stórri skútu kostar að minnsta kosti milljón. Þarna fara tvö möstur svo að tjónið hleypur á milljónum króna. Svo er eftir plastvinna og að laga götin. Þetta er mikið tjón,“ segir Kristján í Morgunblaðinu í dag.
