04.11.2012 12:40

Jötunn sækir hafnsögumann í Helguvík

Þessa myndasyrpu tók ég um kl. 10 í morgun er bátur Faxaflóahafna Jötunn kom inn í Helguvík til að sækja hafnsögumann til að lóðsa olíuskipið Port Stewart að bryggju í Helguvík.

 

                  2756. Jötunn kemur inn í Helguvík um kl. 10  í morgun

                   Hér nálgast Jötunn bryggjuna í Helguvík og hafnsögumaður

                          frá Reykjaneshöfn bíður eftir að stökkva um borð

 

            Eftir að hafnsögumaðurinn er kominn um borð er snúið við

          Síðan er siglt út úr Helguvík og í átt til olíuskipsins sem bíður fyrir utan

                                           © myndir Emil Páll, 4. nóv. 2012