04.11.2012 17:00

Andri BA dreginn að landi

Þeir á Andra BA 101 lentu í því að á síðasta veiðideginum fyrir bræluna miklu, að hjá þeim fór gírinn og kom þá annar rækjubátur, einnig frá Bíldudal þeim til hjálpar og dró þá í land.  Vonandi hefur þessi langi brælukafli dugað þeim til að fá varahluti og koma bátnum aftur í lag.

                      Hér kemur 1499. Ýmir BA 32 með 1951. Andra BA 101, á síðunni inn undir bryggju á Bíldudal. Þarna sést einnig í 2101. Sægrím GK 525, sem gerður er út á net frá Bíldudal © mynd Jón Páll Jakobsson, 29. okt. 2012