03.11.2012 15:00
Tveir nýir frá Bláfelli
Hér er um að ræða tvo báta af gerðinni Sómi 870 og er annar þeirra frábrugðin þeim sem eru af þessari gerð, þar sem húsið er aðeins hærra. Sá verður þó ekki fullgerður hjá Bláfelli, heldur fer hann nú þegar lygnir, norður til Akureyrar þar sem hann verður kláraður. Um hinn hef ég áður birt margar myndir, enda þó nokkuð síðan hann fékk nafnið Sæfari GK 89 og er skráður í Grindavík. Er þess vænst að það styttist í að hann verði sjósettur hér syðra.
![]() |
![]() |
| Nýsmíði nr. 20 hjá Bláfelli á Ásbrú, sem fer svona til Akureyrar þar sem hann verður fullkláraður. Eins og sjá má ef hann er borinn saman við næstu mynd er húsið hærra en á flestum öðrum bátum af þessari gerð |
![]() |
| Nýsmíði nr. 21 hjá Bláfelli, 2819. Sæfari GK 89, sem senn verður afhentur og sjósettur. Ef þessi mynd er borin saman við myndirnar fyrir ofan sést hvernig húsið er hærra á þeim sem fer til Akureyrar © myndir Emil Páll, 1. nóv. 2012 |
Skrifað af Emil Páli



