02.11.2012 08:04

Fjögur skip seld erlendis: Birti nú nöfn tveggja

Búið er að selja erlendis skipin Fram ÍS 25, ex Guðrún Guðleifsdóttir ÍS 25 og Kristbjörgu ÍS 177. Þá standa yfir viðræður um sölu á tveimur til viðbótar, en mér er ekki heimilt að segja nöfn þeirra, nema að annað þeirra er af Suðurnesjum. Munu skipin eiga að fara á túnfiskveiðar við Sri Lanka.

                  971. Fram ÍS 25, í Njarðvík en þar hefur skipið legið síðan það fékk þetta nafn © mynd Emil Páll, 3. ágúst 2012
                 239. Kristbjörg ÍS 177 © mynd Ragnar Emilsson, 2012