02.11.2012 18:09

Besta veðrið í ,,ROKRASSGATINU

Í dag þegar nánast öll þjóðin hefur orðið að meðtaka allt að því fárviðri, hefur landssvæði það sem oftast er kallað af fólkinu út á landi ..ROKRASSGAT" það eru Suðurnesin, aðeins í góðum stormi með smá hriðjum. Hér er auð jörð og enginn snjór. Því hafa björgunarsveitir á Suðurnesjum í dag verið höfuðborgarbúum til aðstoðar. Já þetta er furðuleg veðrátta. Í dag fór ég á mínum litla bíl, bæði upp á Ásbrú og eins úti í Hafnir, án nokkurra vandkvæða.