01.11.2012 11:17

Fá skip að veiðum

visir.is

Frá Reykjavíkurhöfn.
Frá Reykjavíkurhöfn. Mynd/ Stefán.
 
 
Spáð er stormi á öllum miðum og djúpmiðum umhverfis landið nema á Suðvesturdjúpi. Aðeins 50 fiskiskip eru á sjó við landið, sem er með því minnsta sem þekkist, og eru flest þeirra í vari, eða þau halda sjó og eru þar með ekki að veiðum. Með þessu áframhaldi í nokkra daga fer að skorta fisk á markaðina.-