18.10.2012 00:00

Grindavík í dag: Þrír Hrappar og Sturla, auk höfðingja

Mikil myndaveisla átti sér stað með fárra mínútna millibili í Grindavíkurhöfn um miðjan dag í dag. Þar kom við sögu þrír bátar sem tengjast nafninu Hrappur GK. Hér er átt við þann nýja Hrapp GK 6, sem sjósettur var í Grindavík í dag, fyrirrennari hans Hrappur GK 170 og svo bátur sem einu sinni hét Hrappur GK 170, en heitir í dag Byr GK 59. Þá kom þarna í hópinn Sturla GK 12.
Varðandi þann Hrapp GK 170 sem enn ber það nafn, þá var skipstjóri hans í dag maður sem hefur starfa að stjórna nokkuð stærra skipi, þ.e. varðskipum, hér er átt við Jón Pál Ásgeirsson, en hann og Jóhann Guðfinnsson eigandi Hrapps eru frændur. Hér kemur syrpa með öllum fjórum fiskiskipunum og að lokum mynd af eiganda Hrapps, sem oft hefur komið mynd hér að undanförnu og sjálfum höfðingjanum Jóni Páli, sem ekki er aðeins yfirmaður hjá Landhelgisgæslunni, heldur hefur hann haft það áhugamál í þó nokkra áratugi að taka skipamyndir, auk þess sem hann er með skipasíðu, en tengil á þá síðu má finna hér til hliðar, á þessari síðu.




                       2834. Hrappur GK 6 (nær) og 7515. Hrappur GK 170, undir stjórns Jóns Páls










                               2834. Hrappur GK 6, að koma úr reynslusiglingu í dag






                     7515. Hrappur GK 170, fylgdist með þeim nýja  í reynslusiglingunni, auk þessi sem Jón Páll notaði tækifærið til að ná góðum myndum af nýja bátnum á fullri siglingu


                             

                                1272. Sturla GK 12, kom óvænt þarna í innsiglinguna




                                  1925. Byr GK 59 sem hét áður fyrr Hrappur GK 170




                                          1925. Byr GK 59 ( nær ) og 1272. Sturla GK 12






                                                                   1925. Byr GK 59




















                                       1272. Sturla GK 12, kemur til Grindavíkur í dag


                           Frændurnir,  Jóhann Guðfinnsson (t.v.) og Jón Páll Ásgeirsson

                                             © myndir Emil Páll, í dag, 17. október 2012

Af Facebook:
Jón Páll Ásgeirsson Flottar myndir Emil !!!
Guðni Ölversson: Virkilega skemmtilegar myndir. Og Jói alltaf eins og táningur. Þeir eru flottir frændurnir. Langt síðan ég hef séð almennilegar myndir af Sturlu x Guðmundur. Flottur bátur það.