14.10.2012 15:31

Aldursforsetinn kemur að landi

Ég hef alltaf gaman að því að fá nýjar myndir af elstu stálbátunum sem enn eru gerðir út á fiskveiðar hér við land. Um er að ræða systurskip sem smíðuð voru í Hollandi 1955. Þetta eru Grímsey ST 2 og Maron HU 522, en sá síðarnefndi er aldursforsetinn og tók ég af honum syrpu sem ég birti síðar, en hér koma tvær úr syrpunni, en þær voru teknar núna rétt áðan er báturinn kom inn til Njarðvíkur.




                    363. Maron HU 522, kemur inn til Njarðvíkur, núna áðan © myndir Emil Páll ,14. okt. 2012