13.10.2012 16:00
Freyr SU 122 - merkur bátur
Hér kemur nokkuð merkur bátur, þó ekki sé nema sökum aldurs, en hann var smíðaður í Keflavík árið 1953. Tekinn af skrá 1976, en endurbyggður og settur aftur á skrá 1979 og síðan aftur endurbyggður 1982 og þá einnig lengdur. Hann hefur borið a.m.k. eftirfarandi nöfn. Kópur KÓ 7, Kópur GK 311, Sigþór RE 131, Freyr RE 138 og frá 1985, hefur hann borið núverandi nafn og númer og verið gerður út frá Djúpavogi.

Hvíti báturinn sem er næst ljósmyndaranum er 6015. Freyr SU 122 © mynd Sigurbrandur Jakobsson, á Djúpavogi, 11. okt. 2012

Hvíti báturinn sem er næst ljósmyndaranum er 6015. Freyr SU 122 © mynd Sigurbrandur Jakobsson, á Djúpavogi, 11. okt. 2012
Skrifað af Emil Páli
