12.10.2012 19:43
Öyfisk ex íslenskur, enn í sleðanum
Jón Páll Jakobsson, fjallar um strandið á Öyfisk N-34-ME sem í eina tíða hét Þórir Jóhannsson GK 116 og eins Útlaginn hér á landi. En eins og áður hefur komið fram hér á síðunni brotnaði sleðinn við sjósetningu bátsins í Reipa í Noregi og hefur báturinn því setir fastur þarna í eina viku.
Nánar vísa ég á síðu Jóns Páls Jakobssonar, en tengill er hér til hliðar á síðunni minni:
Já nú er vikan liðin kominn föstudagur og Oyfisk hálfur í brautinni eins og var í vikunni. En það er stækkandi straumur svo í næstu viku er stærsti straumur og þá vonast menn til þess að báturinn náist út. Ef ekki veit bara hvað skal gera. brautin er í sundur. Verður stærri straumur í lok mánaðarins eða hvort það verði að fá kranabát eða bara reyna toga bátinn á flot. kemur allt ljós kannski flýtur hann bara í nætu viku.

Öyfisk N-34-ME ex 1860. Þórir Jóhannsson GK 116 og Útlaginn, í sleðanum í Reipa, í Noregi, þar sem hann hefur staðið í heila viku © mynd Jón Páll Jakobsson, 12. okt. 2012
