12.10.2012 14:54

Dæluhúðun

Hér til hliðar er komin ný auglýsing frá Dæluhúðun og hér sjáum við nánar um það:

Dæluhúðun er fyrirtæki sem að sérhæfir sig í viðgerðum og upptektum á dælum, húðun á skipskrúfum, viðgerðir á tærðum vélarblokkum sem og viðgerðum á slitflötum í vinnuvélum.
Einnig höfum við verið að taka að okkur viðgerðir á gúmmí, það er mótorpúðum, öxulhosum og fl.

   

Dæluhúðun ehf notast við Belzona viðgerðarefni:

Belzona viðgerðarefnin eru m.a. til viðgerða og viðhalds á vélum, tækjum, byggingum og öðrum mannvirkjum og einnig til lausna á ýmsum tæringarvandamálum s.s. einbólutæringu, fastefnatæringu og straumtæringu.

Efnin eru umhverfisvæn og viðurkennd af öllum helstu flokkunarfélögum s.s. Det Norske Veritas, ABS (American Bureu of shipping), Bureu Veritas ofl.

Belzona Polymerics ltd. Var stofnað árið 1952 og býr yfir mjög mikilli reynslu og tæknilegri þekkingu á sviði fjöllliðu viðgerðarefna.
Við mælum með því að þú skoðir einnig heimasíðuna þeirra
http://www.belzona.com/ og skoðir þar frekari möguleika sem að Belzona býður uppá.

   
   
Mótorpúðar undan vél í rútu, voru ónýtir, búnir til nýjir fyrir brot af verði nýrra púða.

   
Dæluhúðun hefur tekið að sér að gera við bæði kopar og álskrúfur