08.10.2012 10:49
HB Granda veitt umhverfisverðlaun Akraness 2012
Af heimasíðu HB Granda:

Frá höfninni á Akranesi. Mynd/HB Grandi: ESE.

Frá höfninni á Akranesi. Mynd/HB Grandi: ESE.
Skipulags- og umhverfisnefnd Akraness
hefur ákveðið að veita HB Granda umhverfisverðlaun Akraneskaupstaðar
2012 fyrir fallegustu fyrirtækjalóðina í sveitarfélaginu.
Frá þessu er greint á heimasíðu Akraneskaupstaðar en
umhverfisverðlaunin eru veitt árlega fyrir fallegustu einkalóðina,
fyrirtækja- eða stofnanalóðina, fallegustu götumyndina og eins fyrir
besta framtak íbúa- og félagssamtaka. Í flokki fyrirtækja- og
stofnanalóða stóð valið á milli HB Granda og Dvalar- og
hjúkrunarheimilisins Höfða.
Skrifað af Emil Páli
