08.10.2012 10:10
Hafrannsóknarskip landaði ónýtum afla
visir.is:
Henda varð megninu af afla Hafrannsóknaskipsins Árna Friðrikssonar, sem hann landaði á Austfjörðum í síðustu viku, þar sem fiskurinn var stór skemmdur vegna slæmrar meðferðar um borð.
Aflinn var seldur óséður á fiskmarkaði Austurlands og sendur til kaupenda á Suðvesturlandi, þar sem skemmdirnar komu í ljós. Þetta var afli sem skipið fékk við rannsóknaveiðar og á andvirði hans, fleiri milljónir króna í þessu tilviki að renna í Ríkissjóð.
Kaupendurnir hafa fengið endurgreitt og Fiskistofu hefur verið gert viðvart.
Henda varð megninu af afla Hafrannsóknaskipsins Árna Friðrikssonar, sem hann landaði á Austfjörðum í síðustu viku, þar sem fiskurinn var stór skemmdur vegna slæmrar meðferðar um borð.
Aflinn var seldur óséður á fiskmarkaði Austurlands og sendur til kaupenda á Suðvesturlandi, þar sem skemmdirnar komu í ljós. Þetta var afli sem skipið fékk við rannsóknaveiðar og á andvirði hans, fleiri milljónir króna í þessu tilviki að renna í Ríkissjóð.
Kaupendurnir hafa fengið endurgreitt og Fiskistofu hefur verið gert viðvart.
Skrifað af Emil Páli
