06.10.2012 11:10

Stafnes KE 130 ný málað og túnfiskurinn

Það tók ekki langan tíma að hreinsa leikgerfið af Stafnesinu og mála það upp á nýtt. Kvikmyndatökum lauk á fimmtudag í síðustu viku, báturinn var tekinn upp hjá Skipasmíðastöð Njarðvíkur degi síðar, þ.e. á föstudeginum og í gær var það tekið út úr bátaskýlinu, flott málaður og framundan eru veiðar á túnfiski, en ráðgert er að fara á þær veiðar fljótt eftir helgi.

Hér birti ég eina mynd sem tekin var af bátum þegar hann var nýkominn út úr bátaskýlin í gær og síðan þrjár af bátnum við bryggju í Njarðvik í morgun. Að lokum birti ég eina mynd af túnfiski, en mynd þessa nappaði ég af Fb síðu bátsins.


             964. Stafnes KE 130 tilbúið til sjósetningar í gær 5. okt. 2012
              


                  964. Stafnes KE 130, í Njarðvíkurhöfn í morgun, í rigningunni


                             964. Stafnes KE 130, séð frá Innri- Njarðvík, í morgun


                         964. Stafnes KE 130, séð frá Innri- Njarðvík, í morgun með aðeins meiri aðdrætti © myndir Emil Páll


                                    Túnfiskur © mynd af FB síðu Stafnes KE 130