06.10.2012 07:00
Öyfisk ex íslenskur


Öyfisk ex 1860. Útlaginn og Þórir Jóhannsson GK, í Reipa, Noregi © myndir og texti Jón Páll Jakobsson, í síðustu viku
Hann Oyfisk var smíðaður á Skagaströnd / Frakklandi árið 1988 og svo lengdur og yfirbyggður árið 1996. Og er hann úr trefjaplasti tvöfaldur byrðingur með einangrun á milli. Hann er 23 metra langur.
Samkvæmt norsku fiskistofu er kvóti Oyfisk í ár: 29,91 tonn af þorski, 23,4 tonn af ufsa og 23 tonn af ýsu. Þetta er ekki mjög stór kvóti en þar sem hvorki ýsukvóti eða ufsakvóti hafa náðst í nokkur ár er frítt fiskeri á þeim tegundum þ.e.a.s í raun enginn kvóti. Svo auðvita er enginn kvóti á löngu,keilu og skötuseli á þessum bát mátt fiska eins og þú vilt. Svo hefur þessi bátur einnig bifangst ordering eða hann má fiska 30% af þorski sem meðafli með t.d ýsu eða ufsa. Þannig ef við myndum veiða 100 tonn af ýsu mættum við hafa 30 tonn af þorski með sem meðafli. Meðaflinn er gerður upp vikulega þ.e.a.s ef þú færð stórann þorskróður á mánudegi hefur þú alla vikuna til að reyna við aðrar tegundir, eða á föstudegi áttu til góða þorsk getur þú reynd meira við þorskinn.
Á næsta ári verður meirikvóti á bátnum eða ca 150 tonn af þorski og sama með aðrar tegundir allt utan kvóta.
Svo þetta er nokkuð spennandi fyrir kall eins og mig að fá að fiska og taka þátt í að gera þennan bát út, og þá sérstaklega þegar heima virðist vera nokkuð erfitt að byrja kaupa sér kvóta eða hvað. Ég orðinn næstum fertugur (getur það verið) búinn að vera á sjó yfir tuttugu ár og ætli ekki rúmlega helmingur af þeim árum hef ég þurft að borga auðlindagjald þ.e.a.s kvótaleiga dreginn frá raunvirði aflans oft meira en 70 % aflaverðmætinu, og oft kom það fyrir að kvótaleigan var meiri en innkoman. Og er það en þá í dag að maður dregur alltaf kvótaleiguna frá í huganum t.d fiskverði sem maður sér á fiskmarkaði í blöðum eða á netinu og svo ef ekki stendur eftir allavega 70 til 80 krónur eftir þegar búið er að draga leiguna frá þá hugsar maður ekki gott verð á markaðinum í dag.
.
.
Texti af blogg síðu Jóns Páls Jakobssonar, sjá tengil hér til hliðar.
Skrifað af Emil Páli
