03.10.2012 19:40
Síldveiðar smábáta framundan og mikill áhugi
Margir smábátaeigendur við Breiðafjörð eru nú í startholunum fyrir síldveiðar í reknet og lagnet enda gengu þær veiðar vel á síðasta ári. Fyrirtækið Agustson ehf í Stykkishólmi hefur að undanförnu óskað eftir smábátum í viðskipti en þar á bæ hyggjast menn nú verka síld. Ellert Kristinsson framkvæmdastjóri segir að búið sé að kaupa flökunarvélar fyrir síld. "Við stefnum á að flaka síldina og frysta auk þess að heilfrysta líka. Þessar vélar geta svo nýst til makrílvinnslu einnig." Hann segir talsverðan áhuga vera hjá smábátaeigendum fyrir síldveiðum en hingað til hefur ekkert af síldinni sem veiðst hefur verið verkuð í Stykkishólmi.

